Fyrsta úthlutun styrkja úr sjóðnum

Laugardaginn 2. febrúar fór fram fyrsta úthlutun úr Samfélagssjóði KKÞ.
Alls sóttu 20 um styrk í framhaldi af fyrstu auglýsingu sjóðsins. Tíu umsóknir fengu styrk, fimm var vísað á næstu úthlutun sem fer fram í vor og fimm uppfylltu ekki skilyrði úthlutunarreglna.

Eftirtaldir fengu styrki alls að upphæð 16 milljónir króna:

Björgunarsveitin Kyndill
Upphæð kr. 2.500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Unglingadeildar Kyndils vegna ýmiskonar búnaðar sem nauðsynlegur er vegna þjálfunar og til uppbyggingar á tækjabúnaði, sem nýtist einnig almennu starfi sveitarinnar, enda hefur sveitin lagt kapp á öfluga uppbyggingu unglingastarfsins sem er mikilvægur liður í að þjálfa fullgilda björgunarsveitarmenn.

Félagsstarf aldraða Eirhömrum
Upphæð kr. 500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Kaupa á húsgögnum og ýmis konar búnaði sem nauðsynlegur er félagsstarfinu og gagnast þeim fjölmörgu eldri borgurum sem þangað sækja þjónustu.

Félag aðdraðra í Mosfellsbæ og nágrenni, FaMos
Upphæð kr. 1.500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Endurnýjunar á tölvubúnaði félagsins, endurgerðar á heimasíðu og til eflingar tölvuþekkingar fyrir félagsmenn. Til kaupa á skáktöflum og klukkum og almennt til eflingar starfssemi félagsins í þágu eldri borgara.

Hestamannafélagið Hörður
Upphæð kr.:   2.000.000

  • Styrkurinn er veittur til: Uppbyggingar á TREC hestaþrauta- og keppnisbraut á félagssvæði Harðar norðan Harðarbóls. TREC brautin nýtist öflugu unglingastarfi félagsins og einnig í samstarfi Harðar og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en skólinn heldur úti kennslu á sérstöku hestakjörsviði.

Rauði Krossinn í Mosfellsbæ
Upphæð kr. 1.000.000

  • Styrkurinn er veittur til: Æskulýðsstarfssemi félagsins með áherslu á námsaðstoð til grunnskólabarna, tungumála og samfélagsþjónustu við börn innflytjenda og til eflingar starfssemi heimsóknarvina sem m.a. þjónusta félagslega einangraða eldri borgara.

Reykjadalur
Upphæð kr. 3.000.000

  • Styrkurinn er veittur til: Uppbyggingar á gervigrassparkvelli á útivistarsvæði við hlið sundlaugar í Reykjadal.

Skátafélagið Mosverjar
Upphæð kr. 2.500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Uppbyggingar á lóð skátafélagsins þar sem koma á upp aðstöðu til útieldunar, aðstöðu til að æfa tjöldun og fleira til kennslu ungra skáta.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Upphæð kr. 1.500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Kaupa á einkennisfatnaði fyrir skólahljómsveitina.

Ungmennafélagið Afturelding
Upphæð kr. 1.000.000

  • Styrkurinn er veittur til: Endurnýjunar á húsgögnum og ýmiss konar búnaði í fundaraðstöðu ungmennafélagsins sem staðsett er á vallarsvæðinu að Varmá.

Ungmennafélag Kjalnesinga
Upphæð kr. 500.000

  • Styrkurinn er veittur til: Enduruppbyggingar almenns ungmennafélagsstarfs á Kjalarnesi.

Ítarlegri umfjöllun verður í Mosfellingi þann 21. febrúar n.k. og þar verður jafnframt 2. úthlutun úr Samfélagssjóði KKÞ auglýst.