Samfélagssjóður KKÞ

Til almannaheilla í heimabyggð

Starfsreglur og úthlutunarreglur

Stjórn Samfélagssjóðs KKÞ hefur nú sett sér bæði starfsreglur og úthutunarreglur og má lesa þessar reglur hérna á heimasíðu sjóðsins undir hlekknum skipulagsskrá o.fl. Senn líður að því að auglýst verði um umsóknir úr samfélagssjóðnum en ráðgert er að fyrsta úthlutun úr sjóðnum eigi sér stað fyrir árslok 2018.

Úthlutunarreglur í mótun

Eitt af fyrstu verkum stjórnar Samfélagssjóðs KKÞ er að móta úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og er það verk þegar hafið. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvenær fyrstu úthlutun úr sjóðnum fer fram, en allar ákvarðanir þar um verða bæði kynntar hér á heimasíðu sjóðsins og auglýstar í Mosfellingi.