13/02/2018

Fróðleiksmolar um KKÞ

Kaupfélag Kjalarnessþings (KKÞ) hóf starfssemi sína að Fitjakoti á Kjalarnesi 15. október 1950 og starfaði þar fyrstu árin eða allt til 1956 að félagið flutti starfssemi sína í Mosfellsveit í nýbyggingu sem þar hafði verið reist, en nýbyggingin “Gamla kaupfélagið” eins og það er gjarnan nefnt í dag hýsir nú Blómahús Hlínar gengt Krónunni. Félagssvæði kaupfélagsins náði yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós og þess má geta að íbúafjöldi í Kjalarnes- og Kjósahreppum var um 485 þegar kaupfélagið hefur starfssemi sína, en íbúafjöldinn í Mosfellssveit var um 640 þegar félagið flytur þangað 1956.

Margt hefur því breyst hvað varðar íbúafjölda á félagssvæði félagsins því í dag búa á fyrrum félagssvæðinu um 11.000 íbúar.

Kaupfélag Kjalarnessþinga var meðal fyrstu kaupfélaga á landinu til að innleiða svokallað kjörbúðar fyrirkomulag þ.e. að setja vörur í rekka fram á gólf og láta viðskiptavini afgreiða sig sjálfa. Þetta mun hafa verið í kringum 1967.